Verðskrá

Ég býð upp á flestar tegundir af myndatöku samkvæmt verðskrá hér að neðan. Verðin og tíminn sem myndatakan tekur eru viðmið og er hugmyndin sú að hægt sé að útfæra allt eftir þínum þörfum svo ekki hika við að hafa samband og við setjum saman eitthvað sem hentar. Ég er mjög sveigjanlegur og vil alltaf vanda til verka og mun ekki reyna að keyra myndatöku í gegn til að ná henni innan einhverra tímamarka. Ég bóka mig aldrei bak í bak svo það er aldrei pressa á að klára áður en næsti mætir í töku. Ef einhverra hluta vegna, myndatakan gangi illa, finnum við bara annan tíma fyrir þig og reynum aftur. Ekkert stress.

Þú færð aðgang að galleríi með þínum myndum þar sem þú getur valið myndirnar sem þér líkar. Þú færð valdar myndir fullunnar í skjáupplausn en færð þær einnig tilbúnar til prentunar sem þú getur sent í hvaða prentsmiðju sem er eða pantað prentun hjá mér. Ef þú sérð fleiri myndir en voru innifaldar í þínum pakka, getur þú pantað þær og greitt gjald fyrir hverja mynd.

Ef þú hefur einhverja “crazy” hugmynd að myndatöku en ert kannski ekki tilbúin(n) í að láta á hana reyna með atvinnumanni upp á von og óvon, er möguleiki að ég vilji klára það með þér frítt eða með lágmarkskostnaði. Ég fagna slíkum áskorunum og er alltaf til í að skapa eitthvað sem hefði annars aldrei orðið til. Prufaðu að heyra í mér ef þú ert með eitthvað spennandi í gangi.

Portrait myndataka

kr. 30.000 45 mínútur
 • 6 myndir innifaldar í lit og svarthvítu
 • Heima - í stúdíói - útimyndataka

Barnamyndataka

kr. 35.000 60 mínútur
 • 8 myndir innifaldar í lit og svarthvítu
 • Heima - í stúdíói - útimyndataka

Fermingar / útskriftir

kr. 35.000 60 mínútur
 • 10 myndir innifaldar í lit og svarthvítu
 • Heima - í stúdíói - útimyndataka

Fjölskyldumyndataka

Hafðu samband fyrir stærri hópa
kr. 35.000 45 mínútur
 • 6 myndir innifaldar í lit og svarthvítu
 • Heima - í stúdíói - útimyndataka

Viðburðir

Ráðstefnur, fundir, veislur o.s.frv.
kr. 25.000 Fyrir hverja hafna klukkustund
 • Fjöldi mynda er samningsatriði
 • Fáðu verðtilboð í pakkann þinn

Starfsmannamyndir

Fyrir prent eða á vefinn
kr. 20.000 Lágmarksgjald. Fáðu tilboð
 • Fjöldi mynda er samningsatriði
 • Fáðu verðtilboð í pakkann þinn

Einkakennsla

Fáðu einkakennslu í ljósmyndun
kr. 14.900 Fyrir 2klst
Hver hafin klst, umfram það er á 6.500kr
 • Þú segir mér fyrirfram hvað þú vilt læra og hvar þú vilt hafa kennsluna
 • Ég kem undirbúinn, kenni þér og set fyrir þig verkefni við hæfi.
 • Ég kenni byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref eða lengra komnum sem þurfa að skerpa á einhverjum ákveðnum atriðum.
 • Allir sem fá einkakennslu hjá mér geta í framhaldinu verið í sambandi við mig og fengið aðstoð ef þörf krefur.
Vinsælt