Verðskrá
Hér má finna upplýsingar um verð. Staðlaðir pakkar henta mörgum en að sjálfsögðu er hægt að útfæra þetta allt eftir hentugleika og óskum viðskiptavina. Hafið samband ef þið viljið fá tilboð í ykkar myndatöku.
Staðlaðir pakkar
Barnamyndataka
44.900
Fyrir börn milli 1-12 ára.
Myndataka í stúdíói eða úti í 60mín
Innifaldar eru 8 myndir í rafrænu formi
Portrettmyndataka
39.900
Myndataka í stúdíói eða úti í 60mín
Innifaldar eru 6 myndir í rafrænu formi
Fermingar og útskriftir
49.900
Myndataka í stúdíói eða úti í 60mín
Innifaldar eru 10 myndir í rafrænu formi
Myndir í veislu er samningsatriði
Fjölskyldumyndataka
49.900 - 69.900
Myndataka í stúdíói eða úti í 45mín
Innifaldar eru 6 myndir í rafrænu formi.
Verð miðast við 2-8 manns og 9-15 manns. Leitið tilboða fyrir stærri hópa.
Brúðkaupsmyndataka
195.000+
Grunnpakki - Athöfn og myndataka = 195.000
5 klst = 240.000
8 klst = 275.000
12 klst = 340.000
16 klst = 420.000
Hægt að semja um aðrar útfærslur. Hafðu endilega samband og við förum yfir þínar hugmyndir saman :)
Viðburðir
Tilboð
Allar tegundir viðburða, fjöldi mynda er samningsatriði hverju sinni. Fáðu verðtilboð í myndatöku á þínum viðburði
Starfsmannamyndir
Tilboð
Öll fyrirtæki ættu að hafa góðar starfsmannamyndir aðgengilegar á vefsíðu sinni. Verðtilboð miðast við fjölda mynda.
Prentun og stækkanir
- 10 x 15 - Hin klassíska ljósmyndastærð 10x15cm fer vel í öllum albúmum eða römmum
kr. 2.500
- 13 x 18 - Margar myndir sóma sér betur í þessar stærð og hlutföllum en í þeirri klassísku stærð 10x15. Margar myndir sem ég tek eru beinlínis hugsaðar í þessari stærð og er skilað þannig í rafræna forminu.
kr. 3.500
- 15 x 21 - Þessi stærð er frábær í ramma upp á vegg en tekur þó ekki of mikið til sín. Mjög vinsæl stærð á myndaveggi þar sem margar myndir koma saman og huga verður að plássi. Flott stærð í hillur.
kr. 4.800
- 18 x 24 - Ein vinsælasta stærðin, sérstaklega í gjafir. Það er fallegt að setja þessa stærð á karton og í stærri ramma. Getur orðið að fallegu verki á hverju heimili
kr. 6.900
- 20 x 30 - Þessi stærð er ein sú allra vinsælasta hjá mér. Til að glöggva sig á hversu stór hún er, þá er hún á við A4 blað sem við þekkjum sem venjulega blaðsíðu. Þetta er mjög algeng stærð í gjafir.
kr. 8.400
- 30 x 40 - Þessi fer vel í ramma í heimahúsum. Hún er nógu stór til að vera orðin verk sem hægt er að hafa í forgrunni, eitthvað sem fangar athygli fólks. Hlutföllin eru líka öðruvísi en þau hefðbundnu.
kr. 10.500
Stórprentun og sérverkefni
Viltu fá prentun í annarri stærð? Ekkert mál. Við förum bara yfir það saman og búum til nákvæmlega það sem þig langar í. Engin stærð er of stór eða of lítil :) Ég býð einnig upp á lausnir í striga og foam.
Spurt og svarað
Tekur þú að þér verkefni úti á landi?
Já heldur betur :) það er engin fyrirstaða að ferðast fyrir verkefnin. Allt slíkt er útfært milli okkar í undirbúningnum.
Tekur þú að þér verkefni sem eru ólík því sem má sjá hér á síðunni?
Ég er búinn að mynda allt milli himins og jarðar á mínum ferli, bíla, arkitektúr, landslag, mat, vörur, myndir fyrir auglýsingar, dýr..... nefndu það. Ég get tekið að mér langflest verkefni
Tekur þú að þér lengri ferðir, workshop og leiðstjórn í ljósmyndaferðum.
Já ég tek slíkt að mér ef mér finnst það áhugavert verkefni :) Heyrið bara í mér og tékkið á því.
Er hægt að fá myndirnar útprentaðar?
Já ég býð upp á alla prentþjónustu á ýmiskonar pappír í öllum stærðum.
Má ég birta myndirnar hvar sem er?
Þér er guðvelkomið að birta myndirnar þínar hvar sem er en ég held höfundaréttinum svo þú mátt ekki breyta þeim á neinn hátt fyrir birtingu.
Verð ég að panta prentun í gegnum þig?
Nei það þarf ekki að fara með prentun í gegnum mig en ég mæli þó eindregið með því! Að panta prentun hjá mér er til að tryggja að myndirnar fái þá meðhöndlun sem eru í samræmi við þær gæðakröfur sem ég geri til prentunar á mínum hugverkum. Ég býð upp á hagstæða prentun á pappír í allra hæsta gæðaflokki og prenta á 12 lita prentara. Það er mjög mikilvægt í prentun að vera með allar litastillingar réttar sem para saman pappír og prentara. Ef farið er með myndir í prentun annarsstaðar er það því miður oft ekki raunin.