Hver er ég

Ég er fjölskyldumaður með óbilandi áhuga á allri ljósmyndun. Ég hef verið að mynda síðan ég fékk mína fyrstu myndavél árið 2011 en hún var hugsuð til að taka myndir af vörum fyrir verslun sem við hjónin rákum saman.  Áhuginn kviknaði og það var ekki aftur snúið, myndavélin var með í för hvert sem ég fór.

Mig dreymdi um að vinna við ljósmyndun og byrjaði að afla mér þekkingar og hóf nám hjá New York Institute of Photography. Þar lærði ég nýja hluti og skerpti á því sem ég kunni áður. Það er þó eins og með allt nám, það kemur ekki í stað reynslunnar, svo ég hef einsett mér að taka að mér sem fjölbreyttust verkefni til að bæta hæfni mína á sem flestum sviðum. Ég hef þó mestan áhuga á að vinna með fólki. Ég á auðvelt með að tengjast fólki og vinna með því og ná þannig góðri niðurstöðu. 

Ég hef talsvert unnið við myndvinnslu undanfarin ár og tek að mér slík verkefni fyrir viðskiptavini.

Ég hef mjög gaman að því að kenna bæði byrjendum og lengra komnum ljósmyndun og tek að mér einkakennslu sniðna að því hvað viðkomandi vill læra.

Ég hlakka til að skapa eitthvað skemmtiegt með þér. 

Gunnar Freyr Jónsson

Námið

Ég hef klárað nám frá New York Institute of Photography sem er elsti ljósmyndaskóli í Ameríku.     

NYIP Membership Badge