Hæ, ég heiti Gunni


Ég er fjölskyldumaður með óbilandi áhuga á allri ljósmyndun. Ég hef verið að mynda síðan ég fékk mína fyrstu DSLR myndavél árið 2010 en hún var hugsuð til að taka myndir af vörum fyrir verslun sem við hjónin rákum saman. Áhuginn kviknaði og það var ekki aftur snúið, myndavélin var með í för hvert sem ég fór.


Mig dreymdi um að vinna við ljósmyndun og byrjaði að afla mér þekkingar og hóf nám hjá New York Institute of Photography. Þar lærði ég nýja hluti og skerpti á því sem ég kunni áður. Það er þó eins og með allt nám, það kemur ekki í stað reynslunnar, svo ég einbeitti mér að því að taka að mér sem fjölbreyttust verkefni til að bæta hæfni mína á sem flestum sviðum. Ég hef komið víða við, í vörumyndatökum, viðburðamyndatökum, ímyndarvinnu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt Ég hef þó mestan áhuga á að vinna með fólki. Ég á auðvelt með að tengjast fólki og vinna með því og ná þannig að draga fram það sem gefur bestu niðustöðuna í myndatökunni. Portrett myndir, bæði í stúdíói en líka í umhverfi sem lýsir viðfangsefni er sérstakt áhugaefni mitt en mér finnst líka frábært að fá inn börn og barnafjölskyldur. Sem 4ra barna faðir hef ég ágætis reynslu af þeim litlu og næ góðu sambandi við þau.


Ég hef mjög gaman að því að kenna bæði byrjendum og lengra komnum ljósmyndun og tek að mér einkakennslu sniðna að því hvað viðkomandi vill læra.


Ég hlakka til að skapa eitthvað skemmtilegt með þér. 


Gunnar Freyr Jónsson

Professional Photography námið


Í þessu námi er farið ítarlega yfir flest sem viðkemur ljósmyndun á atvinnumannastigi, þ.á.m. portrett, landslagsmyndir, arkitektur, brúðkaupsmyndatökur og margt fleira. Námið er uppbyggt á 270 tíma kennslu ásamt verkefnum og prófum. Hver nemandi hefur sama leiðbeinanda í gegnum allt námið og skilar til hans verklegum æfingum sem leiðbeinandinn gefur umsögn um ásamt einkunn. Leiðbeinandinn getur farið fram á breytingar eða upptöku verkefnisins sé það ekki vel unnið. Þess má geta að meðaleinkunn mín úr verkefnum og prófum var A.

Portrait ljósmyndanámið


Í þessu námi var farið enn dýpra ofan í sérhæfinguna í portrett ljósmyndun. Þar lærði maður enn betur hvernig á að ná sambandi við viðfangsefnið, næmni og hvernig maður nýtir mismunandi tækni til að mynda ólíkt fólk. Það gildir ekki alltaf sama tæknin á 2 mismunandi manneskjur þó aðstæður séu þær sömu. Fólk er allt ólíkt og maður þarf að smíða myndina til að persónuleiki þess sem situr fyrir, skíni í gegn. Eins og í Professional hlutanum, fékk ég A í einkunn úr þessu námi.

Umsagnir

Umsagnir

Guðrún Ósk Einarsdóttir

Fallegar myndir sem komu úr myndatökunni af krílunum mínum ❤
Mæli með Gunnari hjá Thule Photo.
Hann náði þeim á svo einlægan hátt að persónuleiki þeirra skin í gegnum allar myndirnar 💞💞💞

01 / 05