Hvar finnur þú mig?


Stúdíóð mitt er við Gylfaflöt 6-8 í Grafarvoginum, í sama húsi og verslunin Fanntófell. Sú verslun er vel merkt og sést vel frá götunni. Á vinstri hlið hússins, fyrir miðju gaflsins er inngangur til mín. Best er að nota bílastæðin við Fanntófell.

 

Ef þið eigið bókaðan tíma eftir kl. 17 gætuð þið komið að læstum dyrum þar sem önnur fyrirtæki í húsinu loka kl. 17 og starfsmenn þeirra læsa stundum þegar þau fara. Ef svo óheppilega vill til að þetta gerist þurfið þið bara að hringja í mig og ég stekk niður og tek á móti ykkur :)

Hvert hringi ég?


Sími Thule Photo er 863-4452 og er ég alltaf glaður að heyra frá ykkur :)