Stapaskóli opnar

Stapaskóli í Reykjanesbæ tók til starfa nú í haust og má með sanni segja að vel hafi tekist til í gerð hans. Bæði er hann með flottari skólum landsins og þó víðar væri leitað, en þar er einnig unnið brautryðjendastarf í innleiðingu tækni í kennslu og nútíma aðferðum. 

Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu verkefni og ég tala nú ekki um að fá að taka nokkrar myndir fyrir skólann. 

Ég spái því að horft verði til Reykjanesbæjar við nútímavæðingu grunnskólana okkar í framtíðinni.

Nokkrar myndir frá skólanum