Dagatal Neistans

Neistinn, styrktarfélar hjartveikra barna styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla. Ég tók að mér að taka myndir af börnum fyrir dagatal Neistans, sem selt er til fjáröflunar fyrir félagið.  Þetta verkefni var ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Ég kynntist frábærum krökkum og foreldrum þeirra, fékk að heyra sögur þeirra og kynnast fjölskyldunum.  Ég hvet alla eindregið til að fara inn á www.neistinn.is og kynna sér félagið og svo auðvitað kaupa dagatalið fyrir jólin

Smellið hér á hlekkinn að neðan til að sjá myndir frá þessu verkefni

Neistabörnin