Daði Freyr og Gagnamagnið 10 Years

 

Ég fékk þann heiður að vera beðinn um að taka að mér að vera behind the scenes ljósmyndari á setti við tökur á myndbandi Daða og Gagnamagnsins, 10 Years. Lagið er framlag Íslands í Eurovision 2021 og miðað við fagmennskuna i öllum sem að verkefninu standa er ég viss um að laginu á eftir að ganga vel. Verkefnið var krefjandi á þann hátt að maður má ekki láta mikið á sér bera og svo eru aðstæður erfiðar því á setti er lýsingin oft lítil sem engin og ekki má nota neina lýsingu sem truflar. Það þarf því að vanda vel til verka. Þetta var einstaklega skemmtilegt því bæði listamennirnir og öll hin sem komu að þessu voru frábær og gaman að fá að fylgjast með þeim að störfum. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá myndir frá tökunum.

 

Behind the scenes – 10 Years

Daði Freyr