Brúðkaup
Ein stærsta ákvörðun sem við tökum í lífinu er að bindast annarri manneskju. Það er misjafnt hvaða leið við veljum þegar kemur að því að gefa okkur saman en allir vilja eiga fallegar minningar frá þessum degi. Hvort sem þið viljið giftast í kirkju eða undir fossi langt utan alfaraleiðar þá er ég boðinn og búinn að takast á við það verkefni. Það væri heiður að fá að taka þátt í stóra deginum með ykkur.
Viljið þið bóka mig sem ljósmyndarann ykkar?
Heyrið í mér og við búum til eitthvað frábært saman. Smellið hér að neðan til að hafa samband
Steina og Biggi
Þau giftu sig í hinni gullfallegu Fríkirkju í Hafnarfirði. Dans og lífsgleði einkenndi daginn þeirra.
Laura og Eva
Þær Laura og Eva komu til Íslands og völdu einn af mínum uppáhalds stöðum á landinu, þ.e. Snæfellsnesið til að láta gefa sig saman og fórum við víða til að taka myndirnar þeirra.
Guðrún og Anton
Við tókum myndir á Klambratúni þar sem þau fóru á sitt fyrsta stefnumót. Þar sátu þau á bekk með eins langt á milli þeirra og þau gátu, með Covid grímur. Það var ótrúlega gaman að blanda saman myndatökunni við söguna þeirra.
Sandra og Axel
Þau voru gefin saman í kirkjunni á Bessastöðum en við ákváðum að fara seinna í myndatökuna og gáfum okkur næstum heilan dag í það og skemmtum okkur konunglega.
Ólöf og Bjarni
Ólöf og Bjarni voru með metnaðarfullar hugmyndir um ævintýrabrúðkaup um áramótin. Það skyldi nota jólaljósin og bæta við stjörnuljósum. Það var ískalt og það verður að segjast að þau, og þá sérstaklega brúðurin, stóðu sig eins og hetjur og leyndu því vel hversu ótrúlega kalt var þarna á þessu kvöldi.
Linda og Maggi
Dagurinn byrjaði snemma og þurfti ég að hendast á milli því ég myndaði undirbúning þeirra beggja, hún í Árbænum og hann í Hafnarfirði. Þau giftu sig í einni af mínum uppáhalds kirkjum, Lágafellskirkju þar sem myndast alltaf frábær og innileg stemmning. Veislan var svo algjörlega stórkostleg!
Nota og Bjarni
Nota er upprunalega frá Kosovo og það dugði ekkert minna en að flytja alla stórfjölskylduna inn til Íslands til að mæta í brúðkaupið. Úr varð eitt skemmtilegasta teiti sem ég orðið vitni að. Vonandi verður svona gaman í brúðkaupsafmælunum líka. Ég elskaði að mynda þessi tvö!
Rósa og Ingimundur
Þegar gestirnir mættu í kirkjuna þennan dag voru þau öll að mæta í skírn dóttur Rósu og Ingimundar. Það kom því öllum á óvart þegar Rósa gekk inn kirkjugólfið undir brúðarmarsinum. Það er óhætt að segja að þau tvö eru full af gleði og húmor og var dagurinn með þeim alveg frábær.
Marta og Hjálmar
Nota er upprunalega frá Kosovo og það dugði ekkert minna en að flytja alla stórfjölskylduna inn til Íslands til að mæta í brúðkaupið. Úr varð eitt skemmtilegasta teiti sem ég orðið vitni að. Vonandi verður svona gaman í brúðkaupsafmælunum líka. Ég elskaði að mynda þessi tvö!
Myndir frá brúðkaupum
Hér eru nokkur sýnishorn
Viltu bóka tíma í myndatöku?
Heyrðu í mér og við búum til eitthvað frábært saman. Smelltu hér að neðan til að hafa samband